3.6.2008 | 16:23
Róleg með sleggjudómana
ég vil biðja öll blessuðu borgarbörnin hérna sem ekki hafa misst öll tenglin við náttúruna að byrja á því að lesa þessa frétt áður en fólk er kallað aumingjar sem skutu þetta dýr.
Fólk hefur verið drepið af völdum ísbjarna hér á landi
http://visindavefur.is/svar.php?id=7148
og ekki er tilefni til að taka áhættur , það er nefnilega þannig að fólk hefur ekki tíma að velta svona fyrir sér þegar sársvangur ísbjörn er annarsvegar .
Ætlaði einhver ykkar að taka hann að sér og geyma í bakgarðinum einhverstaðar í 101 Reykjavík ? Hvernig hefði verið hljóðið ef hann hefði drepið einhvern, kannski barn ?
þeir eru nefnilega ekkert mjög lengi að því spyrjið bara grænlendinga.
Reynt að koma í veg fyrir að fella þurfi næsta hvítabjörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þröstur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er nú ekki líklegara að hann hafi komið í vetrarríkið Akureyri til þín en hann hafi álpast til Reykjavíkur í kaffihúsameninguna. Enda heldur fleiri loftfullir blöðruselir fyrrir norðan til að snæða
101 (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 16:40
Þú getur ferið feginn, enda ísbirnir í útrýmingarhættu og talið að séu um það bil 5 til 10 þúsund eftir. Þó svo að fólk hafi varið drepið til forna af ísbjörnum þá er ekki þar með talið að fólk geti ekki heldið sig til hlés í smá tíma þar til búið er að hjálpa bangsa í rétta átt. Það var ekki eins og hann hafi verið á vappi á króknum.
Það finnast til dæmis birnir í svíþjóð og fólk hefur dáið, en ef það er ekki bara reyna að klappa bangsanum þá hefur hann látið fólk og eignir þeirra í friði.
Það er því alveg ljóst að þetta hættu ástand var meira vegna áhuga almennings að berja dýrið augum, en að björnin gerðist raðmorðingi. Því vona ég að næst þegar við fáum ísbjörn í heimsókn þá taki menn lífinu aðeins með róg í stað þess ver að þessum æðubunugangi.
Gísli Grétarsson (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 17:24
Gísli: HAHA! Þið náttúruverndarsinnar eruð svo sannarlega góðir í að 'taka lífinu með róg' !!
ROFLMAO!
Viðar Freyr Guðmundsson, 3.6.2008 kl. 17:35
Hmmm ... Þið borgarbörnin eru sum svo vitlaus að hálfa verði nóg.
Hvítabirnir eru rándýr og hika ekki við að drepa sér til matar, og þá skiptir ekki máli hvað sé í matinn.
Þessir birnir sem eru í svergie eru ekki rándýr og eru í raun sauðmeinlausir (og drulluhræddir við menn) svo að ekki er hægt að bera þá við hvítabirni.
Svo að í dag var ekkert annað hægt en að fella dýrið, og vonum bara að þess muni ekki þurfa í náinni framtíð.
Jón Ingi (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 20:03
Þurfum við að drepa Hvítabjörnin, bara útaf því að hann hefur drepið menn 19hundruð og einhvað???
Svo er nú rosalega ýkt að Hvítabjörnin sé einhvað hættulegur í dökku sumarlandslagi íslands, og þegar sólarbirtan er allan sólarhringinn.
Pálmi Freyr Óskarsson, 3.6.2008 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.