Allir af höfuðborgarsvæðinu nema 3

Jamm ég spáði því að aðeins 5 kæmu utan að landi en aðeins 3 komust inn.

Vonin um þverskurð af þjóðinni ? ekki í þetta sinn.

 


mbl.is 25 kjörin á stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Af hverju í ósköpunum ætti þetta að vera "þverskurður þjóðarinnar"?  Þá hefði alveg eins verið hægt að velja 25 einstaklinga af handahófi.  Er ekki betra að fá fólk með áhuga - fólk með skoðanir sem höfða til fjöldans og fólk sem kann að koma sínum skoðunum til skila á skammlausan hátt?

Þannig fólk er ekki "þverskurður þjóðarinnar - myndirðu t.d. vilja velja fulltrúa þannig að helmingur þeirra væri með greind undir meðaltali?  Slíkt myndi endurspegla þjóðina, ekki satt?

Púkinn, 30.11.2010 kl. 16:25

2 Smámynd: Þröstur Heiðar Guðmundsson

Ég hefði viljað að fleiri hefðu komist inn frá landsbyggðinni, það kalla ég þverskurð þjóðarinnar því það býr fólk út á landi.

En hvað er málið með þig að koma fram undir nafninu Púkinn ? hver ert þú og hvað ertu að vilja upp á dekk

Þröstur Heiðar Guðmundsson, 30.11.2010 kl. 16:28

3 Smámynd: Einar Steinsson

Púkinn er þjóðþekktur maður og það fer ekkert milli mála hver hann er ef þú skoðar bloggsíðuna hans. Og svo enda ég á að láta nafna hans lesa yfir stafsetninguna.

Einar Steinsson, 30.11.2010 kl. 16:33

4 identicon

Púki, fyrst þú skreiddist uppádekk þá er svarið ekki það hvort kosin hafi verð "þverskurður þjóðarinnar" heldur hvað kjósendur kusu. Það er svo annað mál að þessi hópur er valin af rétt rúmlega 35 % kjósenda og vart telst það mikið fylgi.

Kjartan (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 16:34

5 identicon

Afleiðing eins kjördæmis

Palli (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 16:34

6 Smámynd: Þröstur Heiðar Guðmundsson

Ahh hélt að það væri brjálað að gera við baráttu við kynjaverur, orma,vírusa og annað sem finnst á Internetinu

Þröstur Heiðar Guðmundsson, 30.11.2010 kl. 16:36

7 identicon

Ef að fólk utan að landi var ekki kosið þá á það auðvitað ekki að vera þarna.....fínt líka að sveitakjánar komist ekki þarna inn!

steini (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 16:36

8 Smámynd: Þröstur Heiðar Guðmundsson

Kannski er ekki skrítið að svona margir kjánar eru á höfuðborgarsvæðinu því flestir þeirra eiga ættir sínar að rekja til sveitanna 

Þröstur Heiðar Guðmundsson, 30.11.2010 kl. 16:38

9 identicon

Nógu lengi hefur landsbyggðin einokað í skjóli rangláts atkvæðavægis. Kominn tími til að ÞJÓÐIN fái að tala!

Berbatov (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 16:38

10 Smámynd: Þröstur Heiðar Guðmundsson

Já það er rétt , fyrst að við erum með kjördæmapot þá skulum við færa potið til höfuðborgarinnar

Þröstur Heiðar Guðmundsson, 30.11.2010 kl. 16:40

11 Smámynd: Reputo

Nú búa um 200 þús. á höfuðborgarsvæðinu og um 117 þús. á landsbyggðinni. Annaðhvort hefur fólk utan af landi minni áhuga á þessum kosningum en höfuðborgarsvæðisbúar, frambærilegasta fólkið kom af höfuðborgarsvæðinu eða að fólki var bara alveg sama hvaðan frambjóðendur komu. Ég skil ekki þessa minnimáttarkennd sem sumir þjást af varðandi höfuðborgarsvæðið. Stjórnlagaþingið er ekki að fara setja lög um einstaka þætti heldur leikreglur sem allir þurfa að spila eftir. Telja landsbyggðarbúar sig þurfa öðruvísi leikreglur en höfuðborgin? Virkar þrískipting valds, mannréttindi, og þessháttar hlutir öðruvísi fyrir austan fjall en vestan þess? Hættið þessu væli og reynið bara að kjósa öðruvísi næst ef þetta er svona mikið mál. Landsbyggðin hefði átt að fá 9-10 manns miðað við hlutfall en það skiptir bara engu máli í þessu samhengi. Ég gæti skilið þetta væl ef um þingkosningar væri að ræða.

Reputo, 30.11.2010 kl. 17:23

12 Smámynd: Þröstur Heiðar Guðmundsson

Ég fór eins og þú Reputo í hlutfallareikning og mín niðurstaða var að 5 yrðu utan að landi ef miðað er við frambjóðendur og kunninga og þekkt andlit tengsl sem greinilega hefur haft áhrif á niðurstöðuna, ég get í sjálfu sér tekið undir þetta hjá þér varðandi hlutfallið og að landsbyggðin hefði átt að fara í harðari baráttu til að fá sitt fólk á listann.  En þú segir að þú skiljir þetta væl ef um þingkosningar væru að ræða og það er einmitt það sem ég hef áhyggjur af , flestir sem vija eitt kjördæmi eru af höfuðborgarsvæðinu og því eru líkur á því að þetta fólk breyti stjórnarskránnir þannig að það verði kosið með aðeins einu kjördæmi.

Svo getur þú alveg borið virðingu fyrri því að fólk skuli hafa áhyggjur af því að þungi áhrifa færist enn meira yfir á höfuðborgarsvæðið. 

Þröstur Heiðar Guðmundsson, 30.11.2010 kl. 17:33

13 Smámynd: Kommentarinn

80% íbúa landsins búa í 2 tíma akstursradíus frá höfuðborgarsvæðinu. Það væri eðlilegt miðað við það að landsbyggðarfólk utan þess svæðis næði inn 5 mönnum.

Kommentarinn, 30.11.2010 kl. 18:01

14 identicon

Hættum að þrasa.  Við erum allir Íslendingar og búum á þessu landi.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 18:27

15 identicon

Guð blessi stjórnlagaþing og gefi þeim hugrekki, kjark og visku þá sem þarf til að standast freistingar og lenda ekki í gildrum. Stjórnlagaþingsmaður sem hlustar á sína innstu rödd og hlýðir henni mun ekki breyta rangt. Ef þeir hlýða boðum andans tekst þeim að rísa undir þessari miklu ábyrgð og valda henni eins og menn, en það hefur lengi vantað menn, í orðsins sönnu og réttu merkingu, í íslensk stjórnmál.

Hrafn (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þröstur

Höfundur

Þröstur Heiðar Guðmundsson
Þröstur Heiðar Guðmundsson
Bullari og tuðari
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...bg_top
  • ...image2_mm
  • Eva Dís 034

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 221

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband