Útvegsmenn óskast !

Ég vil taka það fram að ég er ekki neitt sérlega hrifinn af fiskveiðistjórnunarkerfinu hér á landi, aftur á móti ætla ég ekki að gera mér upp eins og margir hér að ég hafi einhverja betri lausn í staðinn.

Ég sé algjörlega óréttlætið í þessari firningarleið, þetta er fyrirtæki sem hafa farið út í gríðalegar fjárfestingar og þó margir í þessum bransa sem öðrum séu óheiðarlegir þá er ég þess fullviss að það eru ekki allir.

Nú spyr ég þá sem vilja að fyrningarleiðin verði farinn , hverja viljið þið fá til að reka útvegsfyrirtækin ef ekki þá sem eru nú þegar að gera það ? Haldið þið að það bíði fólk í röðum með gríðarlega reynslu í sjávarútvegi og hafi ekkert að gera ?

Eruð þið klár í að taka að ykkur svona eins og eitt stikki útgerð ?

Hvernig væri að við látum bara ríkið reka þetta je right. 

Fyrirtæki eru og munu vera rekinn á mismunandi hátt með mismunandi fólki með mismunandi árangri ekkert öðruvísi og hjá útgerðarfyrirtækjum , sum þeirra eru til fyrirmyndar önnur ekki.

 


mbl.is Veruleikafirrtur grátkór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Æ, please. Kynntu þér málin áður en þú ferð að spyrja svona spurninga. Auðvitað er enginn að tala um að banna núverandi útgerðarmönnum að stunda útgerð. Og auðvitað er enginn að tala um ríkisútgerð. Hvers konar endemis bull er þetta.

Þórður Már Jónsson, 20.5.2009 kl. 19:44

2 identicon

Þórður hættu að eitra í kringum þig niðurrifsseggur. og látu okkur sem stundum sjó og fiskvinnslu í friði.

Óskar (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 20:46

3 Smámynd: Þröstur Heiðar Guðmundsson

Þú meinar að lesa greinina sem þú skrifaðir í DV ?

Þú ættir kannski Þórður að opna augun fyrir því að sumir eru kannski ekki sammála þér , það þýðir ekki að menn séu vitlausir eða spilltir þú ættir kannski sjálfur að kynna þér málið frá sjónarhóli útgerðarmanna.

Ég hef gert það og það eru margar útgerðir sem ráða ekki við 5 % fyrningu á ári það er staðreynd , ekki áróður kvóta spillingar óreiðumanna heldur einfaldur útreikningur í bókhaldi.

Þröstur Heiðar Guðmundsson, 20.5.2009 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þröstur

Höfundur

Þröstur Heiðar Guðmundsson
Þröstur Heiðar Guðmundsson
Bullari og tuðari
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...bg_top
  • ...image2_mm
  • Eva Dís 034

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband